Sýknuð í skaðabótamáli
11.8.2014 | 18:05
10. júlí 2014 mun seint líða mér úr minni því þann dag fékk ég upplýsingar um að ég hefði verið sýknuð í skaðabótamáli því sem stjórn Hvamms höfðaði gegn mér í vetur. Ég fékk líka dæmdan málskostnað upp á 1.000.000 sem þýðir að fjárhagslega geng ég skaðlaus frá borði og rúmlega það þar sem stjórn Hvamms hefur ákveðið að áfrýja ekki dómnum og ég fékk fjárhagslega aðstoð frá vinum á FB. Ég er hins vegar ekki sátt við að fyrrverandi stjórn Hvamms biðji mig ekki opinberlega afsökunar á þeirri framkomu sem hún hefur sýnt mér og ég er heldur ekki sátt við að fá ekki opinbera afsökunarbeiðni frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þar sem hann kallaði mig margsinnis þjóf í nýárspistli til starfsmanna Hvamms og HÞ hér um árið.
Framundan er mikil uppbyggingarvinna því eftir svona skipbrot er allt í molum. Og það sem mér finnst svolítið merkilegt (og sárara en tárum taki) er að fólk er ennþá að snúa við mér baki af því ég er svo neikvæð í garð þeirra sem hafa komið illa fram við mig. Þetta sama fólk hefur þó ekki fyrir því að fá að heyra mína hlið á málunum, líklega vegna þess að það er orðið þreytt á mér og "mínum málum"!
Ykkur sem hafið stutt mig með ráðum og dáð siðustu þrjú og næstum því hálft ár þakka ég kærlega fyrir allt og allt!
Knús frá Noregi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.