Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Adam var ekki lengi í Paradís...................

Ég fékk áfall um miðjan janúar en þá hringdi dóttir mín til mín til Noregs til að láta mig vita af bréfi sem hafði borist. Bréfið fékk ég svo skannað í tölvupósti. Þetta var stefna. Stefna frá lögmanni Hvamms. Stjórn Hvamms er að eyða almannafé í að stefna mér fyrir héraðsdóm og krefjast skaðabóta fyrir tjón sem þau telja Hvamm hafa orðið fyrir í minni tíð. Af því að þau gátu ekki klínt því á mig að hafa stolið peningum ákveða þau að fara í einkamál og krefja mig skaðabóta. Af því þau geta það! Ég get ekkert annað gert en að taka þátt í þessari vitleysu, ráðið mér lögmann og gert það sem þarf að gera. Það sem mér finnst ömurlegt í þessu er að þetta fólk sem gerir þetta er að þessu til að koma mér í "skítinn" - það er ekki nóg fyrir þau að hafa haft af mér vinnuna, heimilið og æruna, heldur á nú að gera mig að öreiga. Ekki það að ég eigi neitt því húsið er farið, þökk sé þeim hinum sömu. Getur ekki einhver stoppað þetta fólk?

 

Til frekari upplýsingar fyrir ykkur sem lesið þetta þá er því margoft komið að í umræddri stefnu að ég sé þjófur, þrátt fyrir að rannsóknarlögregla og ríkissaksóknari hafi fellt tiltekið þjófnaðarmál niður í upphafi ársins 2013 vegna skorts á sönnunum.

 

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga hefur komist upp með að skrifa níð um mig og þó hann hafi fengið bréf frá ráðuneyti velferðarmála þess efnis að hann gæti ekki leyft sér að skrifa það sem hann skrifaði er ég sannfærð um að hann hefur ekki komið þeim upplýsingum til starfsmanna sinna á sama hátt og þeirri vissu sinni að ég væri þjófur! Svo mikið er víst..

Nú hef ég setið og lesið gögn málsins, m.a. lögregluskýrslur sem stjórn Hvamms leggur fram í málinu. Ég varð hissa, mjög hissa á því að lesa þær sumar. Bæði finn ég þar lygar og svo persónulegar upplýsingar um mig og mína fjölskyldu sem alls ekki eiga þar heima að mínu mati og koma málinu ekki við.

Þetta er mál sem fer örugglega alla leið í Hæstarétt ef ekki næst "viðunandi" niðurstaða fyrir stjórn Hvamms í héraði. Þetta er mál sem kostar milljónir og ég get ekkert gert annað en verið memm. 

Svo því sé líka haldið til haga þá er þetta mjög undarlegt í ljósi þess að þó að ég verði sakfelld og dæmd til að greiða skaðabætur þá mun ég aldei greiða þær því ég á ekki neitt! Þetta veit stjórn Hvamms mætavel og því er það mjög sérstakt að þau skuli ætla að eyða peningum (milljónum) í þetta mál. Í bakvaktmálinu mínu barmaði stjórn sér mjög yfir því að ef Hvammur þyrfti að greiða mér fyrir bakvaktir myndi það fara mjög illa með fjárhag Hvamms. Það sjónarmið ræður greinilega ekki för í þessu máli. Þannig að í mínum huga er það ljóst að einasti tilgangur þessara málaferla er sá að "koma mér á kné"! Ég vildi óska þess að einhver(jir) fyrir norðan myndu stoppa þessa fáráðlinga og auðvitað væri það besta sem gert yrði að koma stjórn Hvamms frá, bæjarstjóranum á Húsavík og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.

Bæjarstjórinn á Húsavík sagði ósatt fyrir héraðsdómi þegar hann hélt því fram að hann hefði rætt við mig um launakjör mín og einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að Vestmannaeyingar sögðu þegar hann var ráðinn bæjarstjóri á Húsavík "að við mættum eiga hann", forstjóri HÞ hefur hótað mér og skrifað um mig lygar og formaður stjórnar Hvamms fékk þá stöðu "vegna þess að hún var atvinnulaus"!

Í framhaldi af þessu vil ég koma því hér að að Hjálmar Bogi Hafliðason fyrrverandi stjórnarmaður í Hvammi og núverandi bæjarstjórnarmaður á Húsavík skrifaði á sínum tíma pistil í Skarp á Húsavík þar sem hann gaf í skyn að ég hefði rústað fjárhag byggingadeildar Hvamms með þvi að "láta" stjórn byggja íbúðablokk fyrir aldraða á Húsavík. Hlægilegt og til þess ætlað að aðstoða stjórn Hvamms gegn mér. Þessi sami maður var leiðbeinandi við grunnskólann á Húsavík þegar hann átti í sambandi við nemanda þar. Hann var rekinn, fór í háskólann á Akureyri og lærði grunnskólakennarann til þess eins að fara aftur heim til Húsavíkur og hefja kennslu í sama grunnskóla og áður. Er þetta eðlilegt? Þessi maður er nú varaþingmaður Framsóknar og væntanlega þeirra bjartasta von.

Svo getur maður líka velt því fyrir sér hvers vegna Soffía Helgadóttir formaður stjórnar Hvamms flutti skyndilega heim frá Danmörku fyrir nokkrum árum og hvers vegna hún heldur hvergi vinnu (ja nema í stjórn Hvamms og bæjarstjórn Norðurþings).

Trausti Aðalsteinsson stjórnarmaður lét stjórn ráða eiginkonu sína á skrifstofu Hvamms þegar ég var rekin og það hefur nú kostað eitthvað því hún vissi ekkert um rekstur Hvamms frekar en maðurinn hennar.

Tryggvi Harðarson fyrrverandi sveitarstjóri Þingeyjarsveitar og fyrrverandi stjórnarmaður í Hvammi hætti skyndilega störfum í Þingeyjarsveit fyrir tveimur árum og maður veltir því fyrir sér hvers vegna það hafi gerst.

Þráinn Gunnarsson stjórnarmaður samdi fyrir hönd stjórnar við Fatahreinsun Húsavíkur meðan ég var framkvæmdastjóri og í þeim samningaviðræðum hugsaði hann ekki um hag Hvamms heldur frekar það að halda Fatahreinsun Húsavíkur gangandi.

Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri á Húsavík ákvað að láta gera úttekt á starfsemi Hvamms meðan hann var formaður stjórnar (2010). Sú úttekt átti að sýna fram á að ráðuneyti veitti ekki nægum peningum til Hvamms. Hann fékk áður nefnda Soffíu Helgadóttur til verksins og veitti henni aðgang að bókhaldi Hvamms, allt án þess að ég vissi. Ég frétti það bara eftir á. Eðlilegt? Ja, maður spyr sig. Norðurþing greiddi henni svo fyrir þetta viðvik svo sem eins og hálfa milljón.

Þessa punkta hér að ofan setti ég niður til að gefa lesendum hugmynd um það hvers konar "lið" kemst í valdastöður á Húsavík og getur notað vald sitt til að gera nánast það sem þeim dettur í hug.

Ég gæti haldið áfram en ætli þetta sé ekki nóg í bili........


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband