Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Á að hugsa betur um fanga en aldraða?

Mér blöskraði þegar ég las þessa frétt á mbl.is! Hvers vegna þarf að fara sérstaklega vel um fanga? Er ekki allt í lagi að fangar þurfi að tvímenna í klefum? Mig langar í þessu samhengi til að minna á það að aldraðir Íslendingar sem búa á öldrunarstofnunum á Íslandi í dag, þurfa margir að tví-, þrí- eða fjórmenna í herbergjum sínum!!! Mér þykir það öllu alvarlegra en það að fangar búi við það að tvímenna í fangelsisklefum sínum. Auðvitað er það ekki til eftirbreytni að slíkt ástand skuli vera í landinu en því skal haldið til haga að fangar eru í fangelsum vegna þess að þeir hafa brotið af sér og þurfa að sitja af sér refsingu þess vegna. Þetta er þeirra val, ekki satt? Aldraðir einstaklingar, sem búa á öldrunarstofnunum eru þar vegna þess að þeir geta ekki annað, t.d. vegna sjúkdóma og hafa ekkert val!!!

Formaður Fangavarðafélags Íslands segir í fréttinni að einangrunarklefar séu notaðir til almennrar fangavistunar í dag og það valdi því að ekki sé hægt að hafa hættulega fanga í einangrun.......hvers vegna láta menn fanga þá ekki bara þrí- eða fjórmenna í venjulega klefa og nýta þá einangrunarklefana til þess sem þeir eru ætlaðir??? Þröngt mega sáttir sitja!!!

 Soffía Anna Steinarsdóttir


mbl.is Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðiskerfið að bregðast sjúklingum!!??

Það er gott að geta fylgst með fréttum. Ég horfi venjulega á kvöldfréttir beggja stöðva og í kvöld voru þeir Steingrímur J. Sigfússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hjá Þóru að ræða IceSave (ó)samkomulagið. Strax eftir orrahríð þeirra félaga birtist á skjánum kona að nafni Björk Andersen, kona sem berst af veikum mætti (og sennilega frekar af vilja en mætti) fyrir lífi sínu vegna krabbameins sem gefur henni einungis 3-5% líkur á því að lifa það af!. Þessi kona er komin á skuldaklafa vegna hækkandi lyfjaverðs, komugjalda á sjúkrastofnanir og fleira í þeim dúr, þannig að hún þarf ekki einungis að hafa áhyggjur af veikindum sínum, heldur líka þeim möguleika að eiga ekki fyrir mat! Það veldur því svo að hún getur ekki einbeitt sér að því að lifa því stutta lífi sem hún á mögulega ólifað með sínum nánustu og eiga einhver lífsgæði! Hvað er að gerast í íslensku samfélagi? Erum við virkilega orðin svo rotin að við sinnum ekki þeim sem virkilega þurfa á því að halda? Mér er nær að halda að svo sé og þykir það miður!!! 

Mér þykir það vera ljóst að ríkisstjórn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar eru ráðalausir! Ég vil þó beina því til þeirra að láta það ráðleysi sitt ekki bitna á sjúklingum og öðrum þeim sem lítils mega sín!!

Björk; þú ert hetja!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband