Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Athugasemdir vegna skrifa Svans Sigurbjörnssonar læknis á www.eyjan.is
17.10.2009 | 01:42
Já, nú er lag á Læk!
Gagnrýni á ætíð rétt á sér en hún skyldi þá vera uppbyggileg og sett fram af háttvísi. Gagnrýni = það að rýna til gagns......
Hvað varðar DETOX Jónínu Ben.:
Sjálf hef ég prófað það á eigin skinni og meltingarfærum með hinum besta árangri. Árangur af DETOXI er ekki endilega mældur í misstum kílógrömmum heldur einnig í bættri líðan og jafnvel minni lyfjanotkun. Það er mikill misskilningur að þeir sem hafa farið í DETOX séu eingöngu feitar, miðaldra konur. Konur eru reyndar í meirihluta en karlar eru svo sannarlega meðal viðskiptavina Jónínu! Og við erum svo sannarlega líka viðskiptavinir þeirra lækna sem við leitum til hverju sinni!
Það fettir enginn fingur út í það að við leitum til lækna við alls kyns kvillum og er það vel að mínu mati. Það, sem mér hins vegar finnst óeðlilegt í flestum þeim athugasemdum, sem settar eru fram hér að ofan, er dómharkan, vankunnáttan og vissan um að það sem hver og einn skrifar sé það eina rétta!
Ég vil benda á að ÖLL höfum við val!
Það þarf enginn að fara í DETOX hjá Jónínu Ben sem ekki vill en þeir sem það vilja gera ættu að fá að hafa þann vilja í friði. Að mínu mati geta aðrir ekki um það dæmt nema reyna sjálfir!
Ég var ein þeirra mörgu sem sagði við sjálfa mig og aðra að ég myndi aldrei fara í DETOX og talaði í besta falli neikvætt um það áður en ég kynnti mér hvernig það í raun gengur fyrir sig. Og viti menn! DETOX er allt öðruvísi en ég hélt! Ég er ánægð með að hafa brotið odd af oflæti mínu og prófað DETOX hjá Jónínu Ben.
Ég sá að e-r sem skrifaði athugasemd hér fyrir ofan nefndi Heilsustofnun NLFÍ sem betri kost. Eflaust er sá kostur betri fyrir einhverja og DETOX fyrir aðra en að mínu mati er það að fara í DETOX hvíld frá amstri hversdagsins, rétt eins og dvöl á Heilsustofnun, mataræðið er um margt líkt, boðið er upp á gönguferðir, leikfimi, fræðslu og nudd á báðum stöðum svo eitthvað hlýtur Jónína Ben að vera að gera rétt, eða hvað?
Það sem hins vegar skilur á milli er að í DETOXI er, auk alls annars, lögð töluverð áhersla á að fólk geri það sem það getur til að losa sig við lyf með breyttu mataræði og aukinni hreyfingu, en því var ekki þannig farið þegar ég var dvalargestur á Heilsustofnun, þó að þar væri bæði lögð áhersla á bætt mataræði og aukna hreyfingu.
Ég vil þó bæta því við að mín persónulega skoðun er sú, að einstaklingur sem af einhverjum ástæðum tekur lyf, ætti ekki að hætta að taka þau nema í samráði við sinn lækni.
Að lokum bið ég ykkur vel að lifa......
Með kveðju,
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)