Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
Vinir sem í raun reynast
22.5.2014 | 08:33
Ég vaknaði í morgun og skellti mér óvenju snemma fram úr því sem ég kalla rúmið mitt hér í Noregi. Opnaði tölvuna og kíkti á Facebook eins og venjulega. Ein vinkona mín hafði sett inn færslu á "tímalínuna mína" þar sem hún skorar á vini mína á Facebook að greiða kr. 1500 inn á reikning í mínu nafni. Til hvers? Jú, til að aðstoða mig við að greiða lögfræðikostnað í málaferlunum sem ég stend í þessa dagana og lesa má um hér á blogginu mínu. Nokkrir eru þegar búnir að lýsa sig tilbúna til aðstoðar og ég þakka svo sannarlega fyrir alla þá hjálp sem ég get fengið. Ég hef því ákveðið að auglýsa númerið á bankareikningnum mínum, bæði hér og á Facebook og þeir sem vilja/geta lagt mér lið mega gjarna leggja kr. 1500 inn á þennan reikning: 0115-05-61178, kt. 131165-3749. Í dag stendur ógreiddur reikningur í ríflega 484.000 og aðalmeðferð í málinu er framundan þannig að það á eftir að bætast við......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skert lífsgæði
10.5.2014 | 15:55
Enn einu sinni sest ég niður og skrifa færslu tengda Húsavík. Enn einu sinni tekst ég á við að vera "neikvæð rödd" sem "talar illa um" Húsavík og Húsvíkinga eins og einhverjir segja. Ég veit að margir lesa færslurnar sem ég set hér inn og einhverjir eru Húsvíkingar.
Ég rakst á færslu á Facebook frá fyrrum samstarfskonu minni í Hvammi á Húsavík þar sem hún dásamar Húsavík og Húsvíkinga sem hafi verið henni og stórfjölskyldunni mikil stoð á erfiðum tímum. Það finnst mér frábært að heyra og ég veit og hef reyndar alltaf sagt að flestir þeir Húsvíkingar sem ég þekki eru frábært fólk og þess vegna skil ég ekki og mun sjálfsagt aldrei skilja, hvers vegna þeir kjósa að grafa höfuðið í sandinn þegar kemur að málum eins og mínum. Ég er hjartanlega sammála þessari fyrrum samstarfskonu minni þegar hún talar um að Húsavík sé yndislegur staður og að það sé öllum hollt að hugsa áður en þeir skrifa.........en ég skil ekki hvers vegna það særir hana (og einhverja fleiri) sérstaklega að sjá neikvæð skrif um Húsavík. Ég gæti þá allt eins skrifað að það særi mig að enginn skuli hafa staðið upp fyrir mig á sínum tíma þegar ég missti vinnuna, heimilið og æruna. Að það hafi sært mig að enginn hafi staðið upp fyrir mig þegar ég var sökuð um þjófnað eða að enginn skuli standa upp fyrir mig núna þegar ég er neydd til að standa í málaferlum af því að örfáum Þingeyingum þóknast að höfða mál á hendur mér í nafni Hvamms. Ég má það hins vegar ekki vegna þess að ég gæti sært (einhverja) Húsvíkinga.
Ég ætla þess vegna ekki að skrifa um að það særi mig og hafi sært mig að Húsvíkingar og fleiri Þingeyingar hafi ekki staðið upp fyrir mig þegar ég var keyrð í kaf fyrir þremur árum. Látum vera að mér hafi verið sagt upp í vinnunni en það sem á eftir fylgdi var öllu alvarlegra að mínu mati. Og enn sé ég ekki fyrir endann á því.......
Mig langar bara að benda þeim sem eru svona óskaplega sárir út í mig á að í dag bý ég við skert lífsgæði vegna framkomu og afskiptaleysis Húsvíkinga og annarra Þingeyinga og það er öllum hollt að reyna allavega að setja sig í spor annarra og sýna samkennd. Ég bið ekki um meira.
Dægurmál | Breytt 11.5.2014 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)