Þvílík endemis vitleysa!!

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni í Þingeyjarsýslum að heilbrigðisráðherra vor, Guðlaugur Þór Þórðarson, varpaði sprengju á blaðamannafundi í gær. Ástæðan fyrir þessum blaðamannafundi var "hagræðing" í heilbrigðisþjónustu! Hagræðing sem Guðlaugur og hans gengi þykjast ætla að ná fram með sameiningu heilbrigðisstofnana á landsvísu, sameiningu sem kemur illa við starfsmenn stofnananna, notendur og aðstandendur, sameiningu sem, a.m.k. á norðurlandi er ætlað að "bjarga" Sjúkrahúsinu á Akureyri út úr miklum rekstrarerfiðleikum á kostnað notenda þjónustunnar og atvinnuástands á svæðinu. Það er ljóst að með sameiningu sem þessari verður ekki lengur um nærþjónustu að ræða fyrir okkur sem á svæðinu búum. Sameining sem þessi hlýtur einnig að vera til þess fallin að störfum á svæðinu fækkar! Guðlaugur og hans gengi segja líklega:.....og hvað með það! Hann og hans gengi býr allt á suðvesturhorninu og getur sótt alla nauðsynlega þjónustu innan höfuðborgarsvæðisins og skítt með alla aðra!!!

Guðlaugur Þór hefur verið í viðtölum eftir þennan blaðamannafund, viðtölum þar sem hann kemur fram kokhraustur og segir að með þessum breytingum sé verið að viðhalda sama þjónustustigi og verið hefur!  Ég veit ekki hvernig hann fær það út, því ég get ekki betur séð en að með þessum aðgerðum séum við að fara aftur um ár ef ekki áratugi hvað þjónustustig varðar! Guðlaugur segir einnig að hann og hans gengi leggi mikið upp úr því að vera í góðu sambandi við sem flesta sem að málinu koma!  Hefði ekki verið betra að vera í góðu sambandi við það fólk ÁÐUR en sprengju sem þessari er varpað, vinna MEÐ FAGfólkinu á þeim heilbrigðisstofnunum sem málið varðar og undirbúa breytingarnar betur en raun ber vitni??? Það er ljóst í mínum huga að Guðlaugur Þór hefur ekki farið á namskeið í breytingastjórnun því skv. þeim kokkabókum er þetta ekki rétt leið til að afla breytingum brautargengis  og sennilega dæmt til að mistakast m.t.t. þeirra fræða.

Það á að setja á fót vinnuhópa sem eiga að skila álitum þann 19. janúar n.k. Skv. upplýsingum frá ráðherra er ekki búið að skipa í þessa vinnuhópa!  Er það eðlilegt??  Guðlaugur talar einnig um að á Íslandi eigi að vera heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða en það er alveg ljóst í mínum huga að það markmið næst ekki með vinnubrögðum sem þessum!!

Ég tek undir með fyrrum samstarfsmönnum mínum á HÞ og Aðalsteini Júlíussyni og skora á heilbrigðisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína fólkinu í landinu til heilla því annað er endemis vitleysa!!!

Soffía Anna Steinarsdóttir

 


mbl.is Vinnubrögðin átalin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband