Heilbrigðiskerfið að bregðast sjúklingum!!??

Það er gott að geta fylgst með fréttum. Ég horfi venjulega á kvöldfréttir beggja stöðva og í kvöld voru þeir Steingrímur J. Sigfússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hjá Þóru að ræða IceSave (ó)samkomulagið. Strax eftir orrahríð þeirra félaga birtist á skjánum kona að nafni Björk Andersen, kona sem berst af veikum mætti (og sennilega frekar af vilja en mætti) fyrir lífi sínu vegna krabbameins sem gefur henni einungis 3-5% líkur á því að lifa það af!. Þessi kona er komin á skuldaklafa vegna hækkandi lyfjaverðs, komugjalda á sjúkrastofnanir og fleira í þeim dúr, þannig að hún þarf ekki einungis að hafa áhyggjur af veikindum sínum, heldur líka þeim möguleika að eiga ekki fyrir mat! Það veldur því svo að hún getur ekki einbeitt sér að því að lifa því stutta lífi sem hún á mögulega ólifað með sínum nánustu og eiga einhver lífsgæði! Hvað er að gerast í íslensku samfélagi? Erum við virkilega orðin svo rotin að við sinnum ekki þeim sem virkilega þurfa á því að halda? Mér er nær að halda að svo sé og þykir það miður!!! 

Mér þykir það vera ljóst að ríkisstjórn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar eru ráðalausir! Ég vil þó beina því til þeirra að láta það ráðleysi sitt ekki bitna á sjúklingum og öðrum þeim sem lítils mega sín!!

Björk; þú ert hetja!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband