Á að hugsa betur um fanga en aldraða?

Mér blöskraði þegar ég las þessa frétt á mbl.is! Hvers vegna þarf að fara sérstaklega vel um fanga? Er ekki allt í lagi að fangar þurfi að tvímenna í klefum? Mig langar í þessu samhengi til að minna á það að aldraðir Íslendingar sem búa á öldrunarstofnunum á Íslandi í dag, þurfa margir að tví-, þrí- eða fjórmenna í herbergjum sínum!!! Mér þykir það öllu alvarlegra en það að fangar búi við það að tvímenna í fangelsisklefum sínum. Auðvitað er það ekki til eftirbreytni að slíkt ástand skuli vera í landinu en því skal haldið til haga að fangar eru í fangelsum vegna þess að þeir hafa brotið af sér og þurfa að sitja af sér refsingu þess vegna. Þetta er þeirra val, ekki satt? Aldraðir einstaklingar, sem búa á öldrunarstofnunum eru þar vegna þess að þeir geta ekki annað, t.d. vegna sjúkdóma og hafa ekkert val!!!

Formaður Fangavarðafélags Íslands segir í fréttinni að einangrunarklefar séu notaðir til almennrar fangavistunar í dag og það valdi því að ekki sé hægt að hafa hættulega fanga í einangrun.......hvers vegna láta menn fanga þá ekki bara þrí- eða fjórmenna í venjulega klefa og nýta þá einangrunarklefana til þess sem þeir eru ætlaðir??? Þröngt mega sáttir sitja!!!

 Soffía Anna Steinarsdóttir


mbl.is Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband